top of page
Myndatökur

Verðskrá

Myndatökur

Til þess að bóka tíma þarf að greiða 10.000 kr í staðfestingargjald sem fer upp í kostnað myndatökunnar. Staðfestingargjald er óafturkræft. 


Myndirnar eru afhentar í gegnum vefgallerí þar sem viðskiptavinur getur hlaðið þeim niður í bæði prent og netupplausn í lit og svarthvítu. 

 Prentanir eru ekki innifaldar í verðinu. Afhendingartími er 2-3 vikur.

Nýburamyndataka

Nýburamyndatökur fara fram á fyrstu 2 vikum barnsins, ég kem heim til ykkar (Höfuðborgarsvæðinu) með allt sem þarf fyrir myndatökuna. 

 

Myndataka A  65.000 kr  

Myndataka af nýburanum, ég miða við ca 2 bakgrunna í þessari myndatöku þar sem nýburanum er stillt krúttlega upp á taubakgrunni. Myndatakan inniheldur 6 stafrænar myndir sem afhendast í bæði lit og svarthvítu. 

Systkinamynd á gæru. 5.000 kr aukalega með myndatöku A

 

Myndataka B  55.000 kr 

Myndataka af nýburanum (Lifestyle myndir) í sínu umhverfi í náttúrulegri birtu með foreldrum og systkinum. 10-15 myndir afhendast í bæði lit og svarthvítu. 

Hvenær á að panta tíma?  Ég tek við bókunum á meðgöngu, Settur fæðingardagur er notaður sem viðmið. Foreldrar láta mig svo vita sem fyrst eftir að barnið fæðist og þá finnum við tíma í tökuna sjálfa.

Einnig er að sjálfsögðu alltaf hægt að hafa samband þegar barnið er komið í heiminn og kanna hvort ég komi að töku ef þið hafið ekki verið búin að tryggja ykkur tíma.



Tíminn er einungis tryggður hafi bókunargjald verið greitt.

Bumbumyndataka - Lifestyle

Lifestyle bumbumyndir  39.000 kr.

Myndataka heima í náttúrulegri birtu eða utandyra. Myndatakan inniheldur 7 stafrænar myndir sem afhendast í bæði lit og svarthvítu.

​Góður tími fyrir bumbumyndatöku er ca frá 32-36 viku meðgöngu.

 

Barnamyndataka - Lifestyle

Pakki A:  39.000 kr

Myndataka heima í náttúrulegri birtu eða utandyra. Myndatakan inniheldur 7 stafrænar myndir sem afhendast í bæði lit og svarthvítu.

 

Pakki B:  54.000 kr.

Myndataka heima í náttúrulegri birtu eða utandyra. Myndatakan inniheldur 12 stafrænar myndir sem afhendast í bæði lit og svarthvítu.

Það er allur tími góður í barnamyndatöku, en það er sérstaklega gaman að koma með börnin í myndatöku eftir að að þau hafa náð ákveðnum tímamótum í þroska, svo sem þegar þau eru byrjuð að brosa, liggja vel á magnaum og halda höfði vel uppi, þegar þau eru farin að sitja sjálf og svo þegar þau eru farin að standa sjálf. 

Fermingarmyndataka / Stúdentsmyndataka

Pakki C:  54.000 kr.

Myndataka utandyra eða t.d í Hörpu. Myndatakan inniheldur 15 stafrænar myndir sem afhendast í bæði lit og svarthvítu.

 

Algengast er að koma í fermingarmyndatöku

nokkrum vikum fyrir sjálfa ferminguna. 

 

bottom of page