top of page

Skilmálar

Ef einhverjar spurningar vakna þá endilega hafið samband

Skilmálar

1. Höfundarréttur

1.1. Allur höfundaréttur að ljósmyndum er í eigu Stefania Reynis Photography (hér eftir jafnframt vísað til sem „ljósmyndara“).

1.2. Um höfundarrétt ljósmyndara og skilmála þessa gilda höfundalög nr. 73/1972.

1.3. Afhending ljósmynda til viðskiptavinar felur lögum samkvæmt ekki í sér framsal á höfundarrétti ljósmyndara né veitir hún heimild til breytinga á ljósmyndum.

 

2. Staðsetning myndatöku

2.1. Nýburatökur fara alltaf fram í myndveri (e.studio) ljósmyndara.

 

3. Meðferð viðskiptavinar á ljósmyndum

3.1. Óheimilt er að nota ljósmyndirnar til auglýsinga eða annarrar birtingar án fyrirfram samþykkis ljósmyndara.

3.2. Ekki má skera ljósmyndir eða klippa þær til, hvorki á netinu né annarsstaðar. Ef nota á ljósmyndirnar samfélagsmiðlum verður að hlaða þeim upp í fullri stærð, t.d. ef hlaða á inn profile mynd eða cover mynd.

3.3. Öll meðhöndlun á ljósmyndunum skal fara fram í gegnum tölvu en ekki í gegnum síma, iPad eða önnur snjalltæki. Þetta á m.a. við þegar ljósmyndir sem afhentar voru eru sóttar af niðurhalsstað eða ef á að setja ljósmyndir á internetið.

3.4. Óheimilt er að breyta ljósmyndum á nokkurn hátt eða setja á þær filter líkt og hægt er á samfélagsmiðlum.

3.5. Viðskiptavinur hefur val um prentun á eigin ábyrgð en geta einnig keypt prentanir og vörur í gegnum ljósmyndara.

 

4. Meðhöndlun ljósmyndara á ljósmyndum

4.1. Ljósmyndari annast val á þeim ljósmyndum úr myndatöku sem unnar verða og afhentar viðskiptavini. Viðskiptavinur fær einungis afhentar þær ljósmyndir sem ljósmyndari velur. Viðskiptavinur fær undir engum kringumstæðum afhentar allar þær ljósmyndir sem ljósmyndari tekur í viðkomandi myndatöku. Um afhendingu ljósmyndanna er nánar fjallað í 5. gr. skilmála þessara.

4.2. Viðskiptavinur samþykkir að ljósmyndari birti ljósmyndirnar á ljósmyndasíðum sínum. Viðskiptavini er hins vegar heimilt að óska eftir því að ljósmyndirnar verði ekki birtar samkvæmt framangreindu eða að samráð verði haft við hann um val á ljósmyndum til birtingar.

4.3. Ljósmyndari varðveitir ljósmyndirnar í a.m.k. fimm ár frá afhendingu ljósmyndanna til öryggis fyrir viðskiptavin. Prentun ljósmyndanna í gegnum ljósmyndara skal fara fram innan þess tíma. 

4.4. Ljósmyndunin, myndvinnsla og varðveisla ljósmyndanna fer fram að beiðni viðskiptavinar. Viðskiptavinur staðfestir með undirritun sinni á skilmála þessa að hann samþykkir ljósmyndun, myndvinnslu, varðveislu, birtingu og aðra vinnslu ljósmyndanna í samræmi við skilmála þessa, sbr. lög um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga nr. 90/2018.

 

5. Greiðsla og afhending

5.1. Um greiðslu fyrir myndatöku vísast til verðskrár ljósmyndara sem finna má á heimasíðu ljósmyndara.

5.2. Myndataka er ekki bókuð nema staðfestingargjald hafi verið greitt. Staðfestingargjald er óafturkræft.

5.3. Greiðsla fyrir hverja myndatöku skal fara fram strax að myndatöku lokinni.

5.4. Ljósmyndir úr myndatöku verða ekki afhentar nema öll greiðsla hafi borist.

5.5. Ljósmyndirnar afhendast í gegnum vefgallerí þar sem viðskiptavinur getur hlaðið myndunum niður í bæði prent og netupplausn í lit og svarthvítu.

5.6. Verðskrá, sbr. gr. 5.1, getur tekið breytingum hvenær sem er. Eftir að myndataka hefur verið bókuð gildir það verð sem verðskrá ljósmyndara sagði til um þegar staðfestingargjald var greitt.

 

6. Annað

6.1. Frekari upplýsingar um ljósmyndara má nálgast á heimasíðu ljósmyndara; www.stefaniareynis.com.

6.2. Viðskiptavinur samþykkir skilmála þessa með undirritun sinni. Brot á höfundarrétti ljósmyndara og skilmálum þessum varða við höfundalög, sbr. gr. 1.2, og áskilur ljósmyndari sér allan rétt vegna slíkra brota.

6.3. Skilmálar þessir hafa verið útbúnir sérstaklega fyrir ljósmyndara og er ljósmyndara einum heimilt að nýta þá í starfsemi sinni. Öðrum aðilum er með öllu óheimilt að afrita þá, hvort sem er að hluta eða í heild.

 

Vinsamleg tilmæli

Prentun skiptir miklu máli og getur útkoman verið mjög mismunandi eftir því hvernig myndirnar eru meðhöndlaðar. Það er því mikilvægt að leita til fagaðila þegar prenta á út ljósmyndir. Ég skipti aðeins við fagaðila með alla prentun og tryggi að gæðin og útkoman séu eins og best verður á kosið.

 

Með kærri kveðju

Stefanía

bottom of page