Sýnishorn
Hér getið þið séð myndir eftir mig

Nýburar
Nýburamyndatakan fer fram á fyrstu tveimur vikum barnins. Þessar fyrstu tvær vikur sofa börnin mikið og vel og auðvelt er að færa þau til og móta í ýmsar pósur sem margar eru í líkingu við það sem þau hafa vanist í móðurkviði. Þegar þau eru orðin eldri hverfa þessir eiginleikar.
Myndatakan sjálf getur tekið góðan tíma, það má reikna með allt að þremur tímum í myndatökuna þegar komið er í stærri myndatökuna, Mini myndatökur taka skemmri tíma. Krílin stjórna ferðinni. Við erum í algjörum rólegheitum og ekkert að flýta okkur.
Börn
Það er allur tími góður í barnamyndatöku en það er sérstaklega gaman að koma með börnin í myndatöku eftir að að þau hafa náð ákveðnum tímamótum í þroska, svo sem þegar þau eru byrjuð að brosa, liggja vel á maganum og halda höfði vel uppi, þegar þau eru farin að sitja sjálf og svo þegar þau eru farin að standa sjálf.
