top of page
Svarthvítt02.jpg

Mömmuhópar

Til að myndatakan gangi sem best eru hér nokkrir mikilvægir punktar 

Studio-ið er staðsett að Suðurlandsbraut 6b – hvítt hús bakvið Nings. Það er bjalla á hurðinni merkt mér, hurðin ætti að vera opin á meðan á myndatökunni stendur og þið gangið bara inn. Farið upp stigann og beint inn í enda þar labbið þið til vinstri og svo beint til hægri inn í studio-ið.  

Gott er að vera mætt 5-10 mín fyrir ykkar tíma,  Ef ég er ennþá að mynda barnið á undan þá bara farið þið úr skóm, hengið af ykkur og tillið ykkur svo bara í sófann. 

Hafið barnið til í rólegheitum og klæðið í föt fyrir myndatökuna. 

Við erum alveg í rólegheitum en myndatökurnar geta tekið aðeins misjafnan tíma og við leyfum þeim bara að flæða þannig að öllum líði vel. 

 

Ég er með ýmiskonar props, gærur og hárbönd sem oft er hægt að nota, ég bið fólk að koma ekki með props að heiman. Best er að vera með föt sem eru tímalaus meðferðis, jarðlitir og  dempaðir tónar koma best út, ekki föt með myndum og fígúrum.  Ef þið eruð í vafa þá er gott að taka með meira en minna og ég get hjálpað til við að velja það sem kemur best út.

Ég hlakka til að sjá ykkur og vona að myndatakan verði ykkur sem ánægjulegust!

 

Ef þið hafið einhverjar spurningar, ekki hika við að hafa samband.

Bestu kveðjur, Stefanía

bottom of page